Ætlunin var að skoða hellana í Strompahrauni vestan Bláfjalla. Hellarnir eru norðan undir svonefndum Hellisgíg, sem er nyrstur Strompanna. Skoðaðir voru 11 hellar, auk eins, sem ekki hafði verið skráður; Djúpihellir - Langihellir – Goðahellir – Rótarhellir – Tanngarðshellir – Hurðarbakshellir - Ranghali (Gljái) – Rósahellir – Smáhellir – Krókudílahellir - Rósarhellir - Smáhellir - Bátahellir - (Litla Gatið).