Um Ferlir Hafa samband
Leit
17.07.2017 - LangahlÝ­ - Fagradalsm˙li - Kerlingargil

Gengið var um undirlendi Lönguhlíðar frá neðanverðu Kerlingargili að Fagradalsmúla og hann síðan Utanvegaakstur"sniðgenginn". Ofanvert var haldið eftir utanverði brún hlíðarinnar að Mýgandagróf og síðan niður Kerlingargilið innanvert við Lönguhlíðarhornið. Frá vörðu á efstu brún Lönguhlíðar er æði víðsýnt um vestan- og norðanverðan Reykjanesskagann. Ekki er ólíkt um að litast þaðan og að horfa yfir loftmynd af svæðinu - nema hvað þarna er allt í þrívídd. Þegar gengið var um undirlendið fyrrnefnda baðaði Langahlíðin sig ríkumlega í kvöldsólinni. Í þeirri mynd komu allir gilskorningar greinilega í ljós, en ekki síður hinar miklu hvanngrænu gróðurtorfur undir henni. Vel má sjá hvernig gróðureyðingin ofan Leirdalshöfða hefur smám saman sótt að torfunum. Einungis þær hörðustu, sem notið hafa hvað mestan áburð sauðfjárins fyrrum, hafa náð að þrauka áganginn. Grasið ræður þar ríkjum, en mosinn hefur sótt á í hlíðunum. Víða bera þó melarnir að handan vott um sigur eyðingaraflanna, sem stöðugt sækja á. Og ekki hefur mannskepnan látið sitt eftir liggja til liðsinnis eyðingaröflunum.

Sjá meira undir Lýsingar.

Til baka

Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is