Um Ferlir Hafa samband
Leit
17.04.2017 - Selá - Hćkingsdalur - Selflatir - Háls - Seldalur

Ætlunin var að skoða hugsanlegar mannvistarleifar á Selflötum (Selsvöllum) í Kjós, hugsanlegar minjar við Selá og einnig í Seldal. Af því tilefni var haldið í laVaðið yfir Laxáxapokum yfir Laxá ofan við Þórufoss, þess stærsta í ánni. M.a. var rakin hin forna þjóðleið um Kjósina að Þingvöllum, allt að vaði því  er þessi forna þjóðleið lá yfir ána. Óefað hafa orðið mörg slys á svo fjölfarinni leið í aldanna rás. Eitt hefur verið fært í annála. Árið 1556 drukknaði þar Oddur Gottskálksson lögmaður. Var hann á leið til Alþingis. Að sögn var áin talin ófær. En lögmaður skeytti því ekki heldur reið út í. Hesturinn hrasaði, losnaði Oddur þá úr hnakknum og flaut undan straumi. Hann rak upp á eyri í ánni, komst þar á fjóra fætur, en yfirhöfnin slóst fram yfir höfuð hans og færði hann aftur í kaf. Hann náðist þó lifandi. Var tjaldað yfir hann við ána en um nóttina andaðist hann.
Að þessu sinni fóru FERLRsfélagar yfir vaðið á manntæpum ís.
 
Ofar, um það bil miðja vegu milli Þórufoss og Stíflisdalsvatns er Sýsluhólmi, einnig nefndur Þinghólmi fyrr á tímum; þar er og gamalt vað, sem Hólmavað heitir. Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal, sagði að Laxá hefði fyrrum runnið beggja vegna hólmans, en nú hefði hún breytt sér þannig að  nú rennur áin einungis austan hans. Ekki er útilokað að minjar kunni að leynast við hólmann.

Sjá meira undir Lýsingar.

Til baka

Veđur
Grindavík
Mosfellsbćr
Vogar
Garđur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Kjósarhreppur
Kópavogur
Hafnarfjörđur
Reykjavíkurborg
Garđabćr
Reykjanesbćr
Sveitarfélagiđ Ölfus
Sandgerđi
Seltjarnarnesbćr
Hveragerđi
Eldfjallaferđir
Fjórhjólaferđir
Antikva
Tenglar
› Áhugaverđir
› Bókasöfn
› Fróđleikur
› Leita
› Miđlar
› Minjasöfn
› Saga
› Sveitafélög
› Tengdir vefir
› Tími, dagur og veđur
® 2007 - Ferlir.is | Áhugafólk um Suđurnesin | @: ferlir@ferlir.is