Um Ferlir Hafa samband
Leit
30.09.2017 - ═rafellssel

FERLIR gefst ógjarnan upp. Á ferð um Svínadal fyrir skömmu var m.a. ætlunin að staðsetja fyrrum sel frá Írafelli, Írafellsel - loftmyndauk Möðruvallasels. Hið síðarnefnda kom í ljós vestan bakka Trönudalsár, en erfiðara var að staðsetja hið fyrrnefnda. Ástæðan var ekki síst að Svínadalsáin var ekki vaðfær austanyfir í leysingunum.
Eftir að hafa legið yfir loftmyndum af austanverðum Svínadal sunnan Írafells var ákveðið að láta slag standa.
Gamalli götu
austan árinnar var fylgt skömmu fyrir ljósaskiptin frá Írafelli áleiðis að ánni til suðvesturs. Gatan virðist hafa verið grein út úr Svínaskarðsveginum, a.m.k. stefndi hún í áttina að honum í vestanverðum dalnum. Skömmu áður en gatan kom að læk í ána u.þ.b. miðja vegu í dalnum, var gengið fram á tóftir sels, eina tvírýma og eina staka; dæmigerð selshús. Tóftirnar eru grónar, en greinilegar, í skjóli undir grónum bakka í kvos og sjást ekki fyrr en komið er fast að þeim. Þarna er líklega um Írafellssel að ræða. Skammt sunnar, handan lækjarins, er ílangur stekkur.
Gatan er greinilegust að selinu, en þó má rekja hana áfram til suðurs með austanverðri ánni uns komið er að bugðu norðan gilsskornings að vestanverðu. Þar liggur gatan yfir ána og upp með grónu gilinu.
Írafellsmóri lét ekki á sér kræla í rökkrinu.

Sjá viðbót við fyrri Lýsingu.

Til baka

Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is