Um Ferlir Hafa samband
Leit
04.10.2017 - FERLIR - ß flugi

FERLIR er jafnan á ferð og flugi - þó aðallega á ferð, en að þessu sinni á flugi með bæjarstjóranum í Grindavík, Ólafi Erni Ólafssyni. Haldið var með opinn glugga frá Reykjavíkurflugvelli Gjáselið í Vogaheiðimeð stefnu yfir Reykjanesskagann. Ætlunin var að  mynda m.a. sel og stærri minjastaði á skaganum. Byrjað var á því að hringsóla yfir Vigdísarvöllum og flugið síðan hækkað yfir Núpshlíðarhálsinn þar sem Hraunsselið og Selsvallaselin voru mynduð á bak og fyrir - úr lofti. Áður ómeðvitaðar minjar komu m.a. í ljós á Selsvöllum og fleiri stöðum. Verður skoðað nánar síðar.
Baðsvallaselin sluppu ekki heldur við myndasmellina. Tyrkjabyrgin í Sundvörðuhrauni voru afhjúpuð  í nokkrum hringjum sem og allt Staðarhverfið (Sóra-Gerði og Hvyrflar), auk þess sem hver blettur í Þórkötlustaðarhverfi var kyrfilega festur á stafrænt form.
Að þessu loknu var stefnan tekin þvert til austurs, yfir Vatnsleysustrandarheiðina. Ætlunin var að loftmynda sem flest auðsýnilegri selin á leiðinni. Byrjað var á Dalsselinu við Nauthólaflatir, þá Arahnúksselið, Gjáselið, Brunnastaðaselið, Knarrarnesselið, Auðnaselið, Flekkuvíkurselið, Hvassahraunsselið, Lónakotsselið, Óttarsstaðaselið, Straumsselið, Gjáselið og Fornaselið, auk þess sem einni mynd var smellt af Vorréttinni undir Brunabrún Nýjahrauns (Kapelluhrauns).
Frábært veður - frábært flug - frábær flugmaður. Flugið tók 1 klst og 1 mín.

Sjá myndir HÉR.

Til baka

Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is