Um Ferlir Hafa samband
Leit
31.10.2017 - KeflavÝk - Hvalsneslei­ - Hvalsnes

Gengið var frá íþróttahúsi Íþróttaakademíunnar í Ytri-Njarðvík og upp að sýnilegum enda Hvalsnesvegar (-götu) ofan byggðarinnar suðaustan Ró(sa)Áð í Fuglavíkurseliselsvatna (-tjarna). Þar má sjá hvar hún liggur upp holtið og síðan áfram upp Miðnesheiðina. Ætlunin var að fylgja götunni alla leið að Hvalsnesi, en millum þessara staða lá aðalleiðin fyrr á öldum, eða þar til sjálfrennireiðin gerði kröfu til breyttra og betri vega skömmu eftir fyrsta áratug 20. aldar. Gatan er vörðuð að hluta. Flestar vörðurnar eru fallnar, en þó má enn sjá heilar vörður, einkum á svæðinu innan varnargirðingar Atlantshafsbandalagsins, sem reyndar hefur horfið á braut. Nú tilheyrir það flugmálayfirvöldum og er háð ströngum skilyrðum. Um er að ræða miðhluti þessarar leiðar sem hefur verið afgirt allt frá stríðsárunum. Reyndar eru það fleira en vörður á leiðinni er geyma fyrrum mannvistarleifar, eins og koma átti betur í ljós í ferðinni.
Hvalsnesleiðin er 7-8 km löng. Að þessu sinni var með í för fulltrúi flugumferðaröryggiseftirlitsins og lagði hann sig fram við að greiða fyrir för ferðalanganna, 50 talsins, um þessa fornu þjóðleið. Í stað þess að fara um göt á girðingum, eins og fram kemur í meðfylgandi lýsingu frá fyrri ferð, var að þessu fyrst farið um opnanlegt hlið og síðan stigi notaður til að komast yfir girðinguna andsælis. FERLIR er jú vanur að bjarga sér, stundum með aðstoð velviljaðra, þrátt fyrir aðsteðjandi vandamál. Allir þátttakendur komust því hindrunarlaust heilu og höldnu á áfangastað - þökk sé Sævari og velviljuðum félögum hans á Vellinum.
Áhugi virðist fara vaxandi á mikilvægi menningarverðmæta og er þá fyrrum varnarsvæðið ekki undanskilið. Þannig mælti kona ein, íbúi í Keflavík, sem tekið hefur þátt í þjóðleiðaferðunum undanfarnar vikur svo um: "Ég er búin að búa í Keflavík í fjöldamörg ár - en það er nú fyrst sem ég er stolt að því aðNútímaleg aðferð til að komast hina fornu Hvalsneleið búa í bænum. Sagan er hér allt umhverfis svo og minjar um hana; sögutengdar minjar og staðir er endurspegla sögulega atburði fyrri alda að ekki sé talað um hinar gömlu þjóðleiðir, sem enn eru á köflum vel greinanlegar eftir allan þennan tíma og hafa lifað af aðförina að þeim með nútíma vegagerð, námugreftri og fleiru hugsunarleysi. Ég skil ekkert í ráðamönnum bæjarins að gera þessum þætti menningarminjanna ekki hærra undir höfði og leyfa fólki að njóta þeirra. Þær eru jú hin áþreifanlegu tengsl við fortíð okkar, Suðurnesjamanna."
Auðvitað ættu hlutaðeigandi yfirvöld að greiða fyrir för áhugasamra um hinar gömlu götur og þar með að setja læsta og opnanlega hurð á fyrrum varnargirðinguna móts við hina fornu Hvalsnesleið til að auðvelda aðgengið - með ákv. skilyrðum þó. FERLIR gæti t.d. tekið að sér leiðsögn og eftirlit með að hópar færu eftir tilskyldum reglum á ferðum sínum um svæðið. Annars mun fólk klippa gat á girðinguna, líkt og fyrrum, til að komast leiðar sinnar - og varla getur það talist vænlegra.

Sjá meira undir Lýsingar.

Til baka

Ve­ur
GrindavÝk
MosfellsbŠr
Vogar
Gar­ur
GrÝmsnes- og Grafningshreppur
Kjˇsarhreppur
Kˇpavogur
Hafnarfj÷r­ur
ReykjavÝkurborg
Gar­abŠr
ReykjanesbŠr
SveitarfÚlagi­ Ílfus
Sandger­i
SeltjarnarnesbŠr
Hverager­i
Eldfjallafer­ir
Fjˇrhjˇlafer­ir
Antikva
Tenglar
› ┴hugaver­ir
› Bˇkas÷fn
› Frˇ­leikur
› Leita
› Mi­lar
› Minjas÷fn
› Saga
› SveitafÚl÷g
› Tengdir vefir
› TÝmi, dagur og ve­ur
® 2007 - Ferlir.is | ┴hugafˇlk um Su­urnesin | @: ferlir@ferlir.is