Arnarvatn er flestum óþekkt þrátt fyrir nálægðina við mesta þéttbýlissvæði landsins.
Arnarvatn-23Vatnið er gígskál á miðjum Seifluhálsi á millum eggja. Skammt norðar er Arnarnýpa, hæsta brún hálsins ofan við Folaldadali er teygja sig eftir miðjum hálsinum alveg norður að Norðlingahálsi. Vestan við Arnarvatn er Smjördalahnúkur og undir honum eru Smjördalirnir að sunnanverðu. Milli Arnarvatns og Hettu liggur Smjördalastígur. Austan Arnarvatns er Hattsgil og Hattsgilshverir. Norðan Hatts liggur Ketilsstígur niður í Seltún. Sunnan Hatts er Hverafell og Hveradalir. Svæðið sem heild er augnakonfekt, en til stendur að leggja háspennumöstur þvert yfir hálsinn nákvæmlega á þessum stað…

Sjá meira undir Myndir og Háspennumöstur.