Ásfjall ofan við Hafnarfjörð er hæst 127 m.y.s. Ásfjall er í raun grágrýtishæð. Þar fyrir neðan er Ástjörn. Hvorutveggja ber nafn af bænum Ási, sem stóð uÚtsýnisskífa á Ásfjallindir fjallinu. Fjallið er víðast hulið lausum jarðlögum, en allvel gróið mosa og lyngi.  Efst á því er Dagmálavarðan, sem nú hefur verið endurhlaðin. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins. Á Ásfjalli eru menjar um hersetu fyrr á öldinni. Þar er líka útsýnisskífa er útskýrir fjallahringinn umleikis.

Sjá meira undir Lýsingar.