Aðfararnótt 9. janúar árið 1799 gerði stórkostlegasta sjávarflóð um margar aldir.
Bátsendakaupstaður eyddist og mörg býli fóru í auðn. Ein kona drukknaði, mörg Á Básendumhundruð bátar brotnuðu og fénaður fórst. “Sjór gekk á land um stærstan straum í stórviðri af útsuðri á allri strandlengjunni austan frá Þjórsá og allt vestur um Breiðafjörð. Varð í þessu flóði meira tjón á mannvirkjum, bátum, varpstöðvum og löndum en menn vita áður dæmi um á einni nóttu, auk þess, sem fórst af fénaði og matföngum. Fygldi flóðinu regn mikið, þrumur og eldingar, og fannst mörgum því líkast sem himinn og jörð væri að farast.“

Sjá meira undir Fróðleikur.