Þegar veður er gott er það hvergi betra en í Grindavík“, sagði Guðbergur Bergsson, rithöfundur og skáld, eitt sinn í viðtali við myndútgáfu RÚV.

SeltangabrimOrðin koma ekki af engu, enda Guðbergur víðkunnugur og vel samanburðarhæfur; fæddur á Ísólfsskála undir Slögu þar sem brimið hamast hvað mest þegar það sést. Hann líkt og svo margir aðrir, sem alist hafa upp í Grindavík, vita að vindurinn leikur sér oftlega við ströndina, ýfir sjó og magnar öldur. Í öllum látunum örvast sjórinn, en nær þó einungis að fága steininn án þess að nokkur veiti því eftirtekt. Þannig skynja Grindvíkingar veðrið… 

Sjá meira undir MYNDIR.