Reykjanes

Fátt er jafn tilkomumikið og þegar staðið er á brimströnd í hávaðaroki og horft á öldurnar leika sér hvatvíslega við bergið.
Brim-91Krafturinn er býr undir niðri er fáum öðrum líkur. Þrátt fyrir mikilfengleikann, eða kannski vegna hans, er alltaf jafn erfitt að taka myndir af illúðlegu brimi. Bæði er það vegna þess að þá gengur ýrið yfir ströndina og þar með ljósmyndarann og seltan festist á linsunni og gerir honum erfitt um vik. En með því að leika svolítið á náttúruöflin er hægt að forðast brimdrekann…

Sjá meira undir Myndir.