Brimið er fylgifiskur yfirborðs sjávar allt umhverfis landið.
Orðatiltækið “Opt er brim með háflæði” er Hraunsvikhins vegar ekki altækt. Í Grindavík má auk þess gjarnan sjá brimspilið í lágflæði enda skerin langteig hvort sem er utan við Sloka, Þórkötlustaða-nesi, Malarendum utan Járngerðarstaða eða Staðarmölum í Staðarhverfi. Tilkomumest er þó staðbundið lágfjörugosbrimið, fjörubrim, í Hraunsfjöru, einkum í logni.
Guðbergur Bergsson, rithöfundur, fæddist að Ísólfsskála. Hann sagði einhverju sinni að “þegar veðrið væri gott í Grindavík væri það hvergi betra”. Það eru orð að sönnu.

Sjá meira undir MYNDIR.