Í gær mátti sjá sjö einstaklinga leika sér á brimbrettum utan við Stóru-Bót vestan Járngerðarstaða í Grindavík.
BrimbrettiSól var, logn og 12°C hiti, en aldan virtist ná sér upp á tilteknum stað skammt utan strandarinnar. Kjöraðstæður virtust því þarna til brimbrettaleiks. Sjömenningarnir flatmöguðu á sléttum sjónum skammt utar og biðu eftir að ný alda tæki sig upp. Þegar það gerðist nýtti einhver þeirra tækifærið, réri af stað með öldunni, stóð upp og lét hana bera sig þverhandar áleiðis að landi. Tilkomumikið var að sjá snillingana leika listir sínar á öldunni.

Sjá Myndir.