FERLIR hefur nokkrum sinnum þrætt Búrfellsgjá sem og systur hennar.
Jafnan hefur það verið á leiðum til annarra nálægra áfangastaða, s.s. Garðaflata, Búrfellsgjá - loftmyndValabóls, Helgafells o.fl. Nú var ætlunin að ganga upp (austur) gjána, skoða Gjáarrétt, Gerðið, fyrirhleðslur við skúta, gamlar götur og halda síðan áfram á Búrfell. Fyrri lýsingar af svæðinu voru gerðar í tíð fornvefsíðu FERLIRs, en við „klónunina“ misfórust (týndust) sumar þeirra á rafleiðunum, m.a. ein sú yfirgripsmesta frá Gjáarréttarsvæðinu. Í henni var m.a. lýst hinum fornu götum um gjána. Þessar forlýsingar hafa þó varðveist í afritum.
Búrfellið er eldstöð frá nútíma. Fjallið, sem er ólíkt öðrum nöfnum þess á landinu vegna þess að það er gjall- og klepragígur, sem gaf af sér mikinn hraunmassa. Önnur Búrfell eru jafnan umfangsmeiri og úr móbergi eða bólstrabergi.

Sjá meira undir Lýsingar.