Gengið var um Búrfellsgjá, litið á Gjáarrétt og síðan gengið upp á Garðaflatir austan gjárinnar, norðan Búrfells, og skoðaðar fornar minjar, sem þar eru (nú næstum jarðlægar).
Mannvirki í BúrfellsgjáBúrfell er eldstöð frá nútíma og þaðan hefur runnið mikið hraun, sem þekur nú um 18 km2 lands. Búrfellsgjáin sjálf er mikil hrauntröð úr gígnum að vestanverðu, um 3,5 km löng. Hún er meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma.
Afurðir Búrfells, Búrfellshraun, tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Búrfell er hringlaga nálægt gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Í gjánni eru allnokkrar minjar, m.a. eftir veru Krýsuvíkur-Gvendar, sem þar hafðist við um tíma.

Sjá meira undir Lýsingar.