Þegar gengið er að Búrfellsgjá frá sunnanverðri Vífilsstaðahlíð má lesa eftirfarandi texta á tveimur Gjaarrettskiltum, annars vegar skammt frá akveginum (bílastæðinu) og hins vegar skömmu áður en komið er að Vatnsgjá og Gjáarrétt.
Á hinu fyrrnefnda stendur: „Búfellsgjá er syðst í svonefndu Hjallamisgengi sem nær frá Vílfilsstaðahlíð að Elliðavatni. Austan gjárinnar eru Hjallarnir, fallegar og gróskulegar kjarrbrekkur með vöxtulegum birkihríslum og blómlegum undirgróðri. Skammt frá er Hjalladalur, en þar á flötunum er nú áningarstaður og tjaldstæði. Hálftíma gangur er um Búrfellsgjá að Búrfelli. Gjáin er ein sérstæðasta hrauntröð landsins.“

Sjá meira undir Fróðleikur.