Hellirinn Búri er í Leitahrauni á Reykjanesskaga. Hraunið og þar með hellirinn mynduðust í miklu dyngjugosi fyrir um 5000 árum.
Í BúraBúri er eitt mesta djásnið meðal íslenskra hraunhella. FERLIR ásamt Birni Hróarssyni hellafræðingi fann Búra 7. maí 2005 og var þar um að ræða merkasta hellafund á Íslandi síðustu 1000 árin. Síðan hafa nokkrir einstaklingar og hópar skoðað djásnina.
Búri er yfir kílómetri að lengd og stór um sig en erfiður yfirferðar. Hvelfingar og hraunmyndanir eiga vart sinn líka. Lofthæðin í mestu hvelfingunum er um 10 metrar og þar yfir 10 metrar milli veggja. Innstu 400 metrarnir af Búra er ævintýraheimur sem á sér vart hliðstæðu á jörðinni. Innst er um 17 metra djúpur hraunsvelgur sem er dýpsti svelgur í hraunhelli á jörðinni. Innsti hluti Búra verður að teljast með fegurstu jarðmyndunum á Íslandi.

Sjá myndir HÉR og umfjöllun um fundinn HÉR.