Búri

Fyrir tólf árum [skráð 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði Jarðfræðifyrirbæri í Búraþví, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrás mikils jarðfalls og skoðaði hann það vel og vandlega, bæði til norðurs og suðurs, en ekki var að sjá að framhald væri á hraunrásinni sem þar var og virtist hafa lofað góðu. Hann gafst þó ekki upp eins og góðra hellamanna er siður, forfærði grjót í syðri enda jarðfallsins og við það opnaðist þröngt gat niður í kjallara. Guðmundur var einn við þessa iðju sína svo honum fannst ráðlegast að fara ekki niður að svo komnu máli.

Sjá meira undir Hellar.