Í blaði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar 2007 í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar (björgunarsveitin var stofnuð 1947, en áður hafði slysavarnardeildin Þorbjörn verið Cap Fagnet á strandstaðstofnuð árið 1930) má sjá eftirfarandi umfjöllun undir yfirskriftinni „Eldflaugin þaut af stað með háværu hvisshljóði – Tímamót í íslenskri björgunarsögu“: Aðfaranótt 24. mars 1931 varð þess vart að togari var strandaður undan bænum Hrauni við Grindavík. Tók skipið, sem var Cap Fagnet frá Fécamp í Frakklandi, niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir.

Sjá meira undir Fróðleikur.