Kynningarfundur var haldinn á bæjarskrifstofunum í Grindavík fimmtudaginn 20. nóvember 2008. Á Gígurfundinum kynntu fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja (HS) hugmyndir sýnar um boranir og jarðvarmaorkuver í Eldvörpum. Þá kynnti fulltrúi VSÓ ferli og formsatriði slíkrar mannvirkjagerðar, bæði hvað varðar undirbúning, framkvæmd einstakra liða, öflun nauðsynlegra leyfa (sem eru 19 talsins) og gerð deili- og aðalskipulags fyrir svæðið. Hér á eftir er meginefni fundarins rifjað upp, auk þess sem getið er nokkurra mótvægisábendinga því hafa ber í huga, kannski af eðlilegum ástæðum, að málflutningur fulltrúa HS snýst einungis um möguleika á nýtingu Eldvarpasvæðisins til jarðhitanýtingar en ekkert annað þrátt fyrir að aðrir nýtingamöguleikar þess eru bæði margvíslegir og gætu gefið af sér margföld verðmæti umfram þau, sem reifuð voru á fundinum.

Sjá meira undir Lýsingar.