Þegar ráðist var í byggingu dóm- og hegningarhúss við Skólavörðustíg í Reykjavík árið 1871 var Bogahleðslaákveðið að fela Klentz verkið. Sverrir Runólfsson hafði sóst eftir að byggja húsið eftir aðferð sinni en aftur var Bald falið að annast smíði hússins. Var húsið reist eftir aðferð Sverris úr ótilhöggnum hraunhellum. Þetta er sama árið og steinhúsið að Stóru-Vogum var reist. Sverrir mun því hafa tekið að sér þá framkvæmd í staðinn og gæti hún því verið elsta steinhús hér á landi í einkaeign, eins og fram hefur komið. Það eitt eykur verðgildi minjanna að Stóru-Vogum til muna.

Sjá meira undir Lýsingar.