Í tilefni dagsins (sumardagurinn fyrsti) var gengið upp í Sumarkinn undir vesturhlíðum Skálafells um Haukafjöll og Þríhnúka. Milli kinnarinnar og Þverfells, undir Móskarðshnúkum, liggur gamli vegurinn um Svínaskarð. Stórbrotið útsýni er úr skarðinu. Að handan er Svínadalur og að ofan norðar er Trana.
Í leiðinni var komið við í Þerneyjarseli og Varmárseli ofan við Tröllafoss sem og Esjubergsseli undir Skopru, ofan Esjubergsflóa. Norðan Selsins er Svartiflói og Svínaskarð blasir við. Með í för var Gunnar Sæmundsson – þaulkunnugur á svæðinu, 75 ára að aldri.Sjá meira undir SKRÁR.