Í öllum landshlutum eru starfrækt ferðamálasamtök.
Hlutverk þeirra á (eða ætti) að vera að a) ýta Hellirundir frumkvæði áhugasamra einstaklinga og félaga og b) stuðla að því að hugmyndir og tillögur þeirra um eflingu ferðaþjónustu komist í framkvæmd, c) styrkja þá sömu myndarlega í þeirri viðleytni og d) standa dyggilega við bakið á hinum sömu uns þeir hafa náð að festa sig í sessi sem viðurkennda aðila á því sviði. Samtökin, sem slík, eiga og (þurfa nauðsynlega) að e) leita markvisst uppi þá er stuðlað geta að vexti atvinnugreinarinnar og styrkt hugmyndir þeirra og þá sjálfa til góðra verka að eigin frumkvæði. Með markvissum langtíma áætlunum mætti t.d. auka svo vöxt ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum að eftir yrði tekið, ekki einungis hér á landi heldur og víðar.

Sjá meira undir Fróðleikur.

Dollan

Dollan.