VörturFlestir geta verið sammála um að ekki eigi að hlaða vörður einungis til minningar um að viðkomandi hafi komið þangað. Hér var þó ekki um eiginlegar vörður að ræða heldur einungis nokkra steina á steinum á mjög afmörkuðu svæði. Með tímanum hafði myndast á Borgarhól þyrping smávarða eftir ferðalanga um Ísólfsskálaveg, en leiðin er og hefur verið mjög vinsæl ferðamannaleið, ekki síst meðal útlendinga. Eftir að smávörðurnar komu til á annars eyðilegum hólnum hafa æ fleiri staðnæmst á honum og gefið umhverfinu gaum. Minnismerkin, sem má líta á sem nokkurs konar gjörning (listaverk) með þátttöku fjölda manns, hafa og orðið mörgum eftirminnilegt myndefni.

Sjá meira undir Fróðleikur.