Miðvikudaginn 1. maí n.k. (2019) verður FERLIR tuttugu ára. Fyrir jafnmörgum árum hittust nokkrir starfsfélagar í Lögreglunni í Reykjavík þennan dag við KFerlir - fyrsta ferðinaldársel. Ætlunin var að skoða nærumhverfið með tillliti til sögu svæðisins, minja og náttúru þess; hvort sem var flóru eða fánu.
Selvogs-Jói mætti m.a. við öllu búinn að teknu tilliti til fyrirliggjandi auglýsingar; fetað yfir læki, kafað í hella og farið á fjöll með yfirvofandi rigningu…
Hver FERLIRsferðin rak síðan aðra í framhaldinu. Í dag eru þær orðnar fleirri en tvö þúsund talsins – með hlutfallslega uppsöfnuðum fróðleik, að ekki sé talað um hreyfingargildin.
Í upphafi var FERLIRsvefnum komið á fót í árdaga allra vefsíðugerða. Til þess fékkst svolítill styrkur til kaupa á fartölvu að tilstuðlan Rannsóknarsjóðs Seðlabankans. Alla tíð síðan hafa öll sveitarfélögin í fyrrum landnámi Ingólfs, utan Grafningshrepps, þrátt fyrir dánardægur fartölvunnar, stutt viðhald vefsíðunnar (þ.e. greitt tilfallandi hýsingargjöldin ár frá ári). Þeim hefur á móti staðið til boða að nota allt efni hennar þegnum sínum þeim kostnaðarlausu, hvort sem um er að ræða í leik eða starfi.
Vefsíðan hefur sótt um styrk frá styrktarsjóði Pálma Jónssonar (Hagkaupa) með von um að vel takist til varðveislu hennar.
Vonandi mun áhugasömu fólki um svæðið nýtast innihaldið til langrar framtíðar.
Sjá meira undir Fróðleikur.