Ferlir
FERLIR getur boðið hópum upp á skemmtilegar og áhugaverðar, stuttar eða langar, ferðir um Reykjanesið, hvort sem er um að ræða akstursferðir eða gönguferðir. Hér er dæmi um hugmynd af einni slíkri FERLIRsferð, sem stendur áhugasömu fólki til boða. Þá er og mögulegt að skoða og reyna hvaðafeina er getið er um í hinum ýmsu ferðalýsingum á vefsíðunni. Hægt er að leita nánari upplýsinga í www.ferlir@ferlir.is Jarðsöguferð

Eldvörp

Gígur í Eldvörpum.

Boðið er upp á jarðsöguferð. Ætlunin er að byrja í Gjánni í Eldborg hjá Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi og fræðast þar um jarðfræði svæðisins. Þá verður ekið/gengið að Eldvörpum. Þaðan verður gengið norðaustur nyrðri hluta Eldvarpanna, skoðaðar sprungureinar, kíkt á klepra- og gjallgíga, hugað að hraunstraumum og farið niður um eitt gígopanna, inn í litríkan helli, sem þar er, og hægt er að ganga úr honum inn í 10 metra djúpan gíg og síðan úr honum inn í enn dýpri gíg. Þegar upp er komið blasir eldgígaröðin við og sést vel hvernig gosið hefur á sprungureininni, einni af mörgum sem eru svo einkennandi fyrir Reykjanesið. Skoðað verður í nokkra gígana. Ofan við Eldvörpin er eitt stærsta hraundríli á Reykjanesinu,, u.þ.b. 5 metra hátt og 8 metra djúpt. Gengið verður áleiðis að Lat, sem er virkt hverasvæði. Í honum eru hveraútfellingar og ýmsar jarðmyndanir. Loks verður gengið yfir tiltölulega slétt mosahraun yfri að Bláa lóninu, þar sem boðið verður upp á afslöppun í heitum laugum – afurðum jarðfræðinnar. Tilgreindur er upphafsstaður, tímalengd, ferðagjald, nauðsynlegur búnaður (létt ljós, hjálm/húfu, hanska og annað), gerð grein fyrir mikilvægum varúðarráðstöfunum og að þátttakendur taki með sér nesti og baðföt.