Ferlir
FERLIR getur boðið hópum upp á skemmtilegar og áhugaverðar, stuttar eða langar, ferðir um Reykjanesið, hvort sem er um að ræða akstursferðir eða gönguferðir. Hér er dæmi um hugmynd af einni slíkri FERLIRsferð, sem stendur áhugasömu fólki til boða. Þá er og mögulegt að skoða og reyna hvaðafeina er getið er um í hinum ýmsu ferðalýsingum á vefsíðunni. Hægt er að leita nánari upplýsinga í www.ferlir@ferlir.is Húshólmaferð

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Boðið er upp á gönguferð í Húshólma, eitt af merkustu og forvitnilegsustu fornleifasvæðum landsins. Í hólmanum eru taldar vera minjar frá upphafi byggðar á Íslandi, s.s. af skálum, kirkju, veggjum, grafreit, fjárborg, auk minja frá gamalli selstöðu frá Krýsuvík. Ögmundarhraun rann um svæðið árið um árið 1150 og færði byggðina þar að mestu á kaf. Eftir stendur þó hluti hennar, sýnilegur enn þann dag í dag. Í einum skálanum sjást stoðholur eftir brunnar burðarstoðir. Miklir garðar sjást í Húshólma er benda til talsverðra umsvifa. Hugmyndir eru uppi um að við Hólmasund hafi fyrrum verið vík er svæðið dregur nafn sitt af. Grágrýti innan við hraunröndina bendir til þess að svo hafi verið og hefur þarna því verið góð lending fyrrum. Tiltekinn er upphafsstaður, ferðagjald, tímalengd göngunnar og að fólk taki með sér nesti.