Sogasel.
Boðið er upp á seljagönguferð í eitt eða fleiri af hinum 140 seljum, sem enn má augum líta á Reykjanesskaganum. Seljabúskapurinn var stór þáttur í búskaparsögu svæðisins og var stundaður þar um eitt þúsund ára skeið. Síðasta selið, sem í notkun var á Reykjanesi, lagðist af árið 1914. Í seli má enn sjá mannvirkin, sem í notkun voru, s.s. húsin, stekkinn, vatnsstæðið, fjárskjólið, kvína, selsvörðuna, selsstíginn og nátthagann. Lýst verður lífinu í selinu, hvenær ársins það var notað, hvaða fólk var þar og til hvers selin voru. Gengið verður eftir selsstígnum upp í selið og þar verða mannvirkin skoðuð og kynnt, auk þess sem framangreindu verður lýst svo sem kostur er. Tiltekinn er upphafsstaður, ferðagjald, tímalengd göngunnar og að fólk taki með sér nesti.