Listviðburðurinn “Ferskir vindar” í Sveitarfélaginu Garði á Rosmhvalanesi hefur varað undanfarnar vikur.

Garðskagi

Garðskagi. Nýi vitinn.

Nú er síðasta helgi verkefnisins. Mikil dagskrá verður alla helgina. Rútuferðir með leiðsögn á milli listaverka verða báða dagana, tónleikar og gjörningar í Útskálkirkju ásamt ýmsu öðru. Mikil aðsókn hefur verið undanfarnar helgar í rútuferðirnar, en frítt er i ferðirnar og alla viðburði á vegum Ferskra vinda.
Eitt listaverkanna er tímabundinn sveigjanleiki á Garðskagavita, sem verður að teljast mjög sérstakt og áræðið afrek á jafns stóru mannvirki og raun ber vitni.

Allir listunnendur á Íslandi eru hvattir til að koma og skoða það sem listamennirnir hafa skilið eftir sig í Garðinum. Mörg listaverkanna eru unnin úr tilfallandi efni með margvíslegu ívafi.

Sjá má nánar HÉR.

Garður

Spil við Helgustaði.