Bæjarstjóri Grindavíkur, Ólafur Örn Ólafsson, bauð FERLIR í útsýnisflug yfir Reykjanesskagann. Straumsselið  skartaði sínu fegursta í hádegissólinni og Hálsarnir opnberuðu glögglega nútímahraunsskilin frá því um miðja 12. öld. Minjar fyrri tíma lágu sem skrifuð bók fyrir vængjum.
FlugstjórinnFlogið var t.d. yfir minjasvæði Húshólma. Hinar fornu tóftir, hugsanlega allt frá upphafi landnáms hér á landi, líkt og lyftu sér upp úr hrauninu mót myndavélinni. Hafaldan við ströndina lék sér stillt við bergið – aldrei þessu vant. Eftir hringsól, uppkeyrslur og niðurdýfur var stefnan tekin á Festarfjall. Ekki var að sjá annað en að fjallið vildi að þessu tilfefni opinbera sannleik þjóðsögunnar. Sjaldan hafði festin verið jafn greinileg og nú.
Grindavík reis öll upp líkt og hún vildi með því fagna bæjarstjóra sínum. Hann lækkaði flugið og mætti faðmlaginu.
Sjá má nokkrar myndanna HÉR.