Eftirfarandi er úr frásögn Bjarna Sæmundssonar um hrakningarveðrið mikla 24. Norðurvör í Járngerðarstaðahverfimarz 1916. Hún er byggð á viðtölum við sjómennina sem og skipstjórann á kútter Esther frá Reykjavík, sem bjargaði áhöfnum fjögurra Grindavíkurskipa þennan dag.
„Hann mun verða mörgum Grindvíkingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti í einmánuði (24. marz) 1916.
Að morgni þess dags var logn og blíða og nærri frostlaust um allt Suðurland og sjórinn ládauður. Var þá almennt róið til fiskjar. Grindvíkingar voru alskipa um miðmorgunsleytið, 24 skip, flest áttæringar með ellefu mönnum á, og lögðu lóðir sínar í dýpstu fiskileitum, því að útlitið var hið bezta um veður. Klukkan um hálf ellefu, brast á afar snögglega, „eins og byssuskot“, og eiginlega á nokkurs verulegs fyrirboða, ofsaveður af norðri, svo að ekki var við neitt ráðið.

Sjá meira undir Frásagnir.