Það mun rétt, að fróðlegt sé að halda við örnefndum, nú þegar þeir umbrotatímar eru með þjóðinni, að mjög fækkar því fólki, sem stundar starf úti í sjálfri náttúrunni, svo sem smalamennsku, göngu á reka o.fl.
Valahnukur-210– Við þessi störf voru örnefnin nauðsynleg, svo sem hvar kind hefði tapast, hvar fundist hefði reki, sem þyrfti að bjarga undan sjó o.s.frv.

Það sem jög fækkar fólki við þessi störf og þau að verða sem aukaatriði í afkomu fólksins, má og gera ráð fyrir, aðverulegur partur örnefnanna gleymist fljótlega, nema reynt sé að skrásetja þau, áður en til gleymsku kemur.
Vegna þess vil ég nú gera tilraun að því að taka upp öll örnefni, sem þekkt eru í fjörum og meðfram sjó fyrir Grindavíkurlandi. Þetta er löng leið, utan af Reykjanestá og alla leið austur að Selvogi eða að landi Herdísarvíkur, sennilega 70-80 km leið öll strandlengjan. Vitanlega væri það fljótlegast að byrja á öðrum hvorum endanum og þylja svo nöfnin eftir röð til austurs eða vesturs. En svo vill til að einmitt þessi strönd á sér mikla sögu, sem má og telja þess virði, að ekki falli alveg í gleymsku. Frá því er siglingar hófust til landsins, mun það vera ein fjölfarnasta skipaleið meðfram þessari strönd…

Sjá meira undir Frásagnir.