FERLIR berst póstur um ferlir@ferlir.is á hverjum degi.
Jafnan er um að ræða ánægjuviðbrögð lesenda. Í einstaka Nokkrar fjárborgir á svæðinu - googletilviki vill fólk vekja athygli á viðbótarumfjöllunarefni eða er að leita eftir ferðatilhögun.
Eftirfarandi póstur er frá Kolfinnu: “Þetta er frábær vefsíða. Þið eigið mikið lof skilið fyrir efnismikla umfjöllun um stórt landssvæði. Mér hefði aldrei dottið í hug að til væri svo mikill fróðleikur um þetta svæði, sem þó stendur mér næst. Frábært hjá ykkur…”
Brynja skrifaði: “Mig langar til að vita hvaðan er gengið og hvenær. Hef mikinn áhuga á að slást í hópinn.”
Hannes skrifaði: “Sé að þið hafið notað hluta af skrifum mínum um Pétur vitavörð. Það er mér að meinalausu, enda getið heimilda um hið áhugaverðasta efni. Haldið áfram á sömu braut.”
Guðmundur skrifaði: “Hef fylgst með vefsíðunni, sem er í einu orði sagt stórkostleg. Er möguleiki að nálgast hjá ykkur hnit af einstökum minjum? Hef reynt að fara á staðina eftir lýsingum á síðunni og oftast gengið vel.”
Jarl skrifaði: “Tók uppgefin hnit af mannvirkjum á vefsíðunni og setti þau inn á google í kml. Árangurinn er vægast sagt frábær. Getið þið nýtt ykkur þessa aðferð og sett inn myndir og aðrar upplýsingar inn á google?”
Hugmyndin hefur verið að setja alla nefnda staði á vefsíðinnu inn á kort er fylgja ætti hverju sinni, en framkvæmdin hefur því miður strandað á fjárskorti. Möguleikinn er fyrir hendi.
Hér er einungis lítið sýnishorn af nýlegum viðbrögðum lesenda www.FERLIR.is að undanförnu.

FERLIR

FERLIR – húfa, sem þaulsetnir þátttakendur fengu sem viðurkenningarvott.