Gengið var um Gálgahraun, en hraunið sem og Klettahraun eru nyrstu hlutar Garðahrauns. Eftirfarandi Bessastaðirlýsing er m.a. byggð á lýsingu Jónatans Garðarssonar um svæðið. Um Hraunin lá svonefndur Fógetastígur, frá Reykjavík til Bessastaða, Garðagata og Móstígur.
„Nyrsti hluti Búrfellshrauns nefnist Garðahraun og skiptist í Engidalshraun og Klettahraun sem er líka nefnt Klettar. Allra nyrst er Gálgahraun þar sem hraunið gengur fram í Lambhúsatjörn og Skerjafjörð. Þetta er gott útivistarland og margt að sjá í hrauninu og fjörunni. Gróðurfar er fljölbreytt, klettamyndir stórfenglegar, djúpar gjótur og grunn jarðföll setja svip á landið og ströndin er heillandi. Við hraunjaðarinn eru fallegir bollar og hraunstrýtur og klettar af öllum stærðum. Myndarlegustu klettarnir bera einkennandi nöfn eins og Stóriskyggnir og Litliskyggnir og skammt frá þeim eru Vatnagarðarnir. Frægastir eru þó Gálgaklettar.

Sjá meira undir Lýsingar.