Prestsvarðan

Gengið var eftir Garðsstíg til suðurs að Grófinni í Keflavík. Leiðin lá um svonefndan Garðstíg efri, þ.e. Garðsstígurum Langholtin, Ytra- og Innra-Langholt. Önnur leið var neðan Langholtanna milli Garðs og Berghóla, en þar komu leiðirnar saman síðasta spölinn í Grófina í Keflavík. Neðri leiðin sést spottkorn enn rétt ofan heimagarða Hólms og Gufuskála. Viðhald og virðing hennar hefur verið vanrækt, líkt og um aðrar gamlar þjóðleiðir á Suðurnesjum. Gengið var sem sagt um ofanverðan Inn-Garð. Ætlunin var m.a. að skoða Elínarstekk (Ellustekk), tóftir Heiðarhúss, Hríshólavörðu, Þrívörður, Árnaborgina og/eða Smalaskálaflatir/-borg (Gufuskálastekk). Einnig að ganga um Langholtin, skoða Langholtsvörður, Ranglát, og Prestsvörðuna og halda síðan til suðurs utan Bergvatna að Grófinni ofan við Keflavík.

Sjá meira undir Lýsingar.