Grindavíkurbær og Saltfisksetrið vígðu nýtt sögu- og örnefnaskilti á Gerðavöllum ofan við Stórubót. Af því tilefni var bæjarbúum og gestum boðið til rólegrar gönguferðar um Vellina og næsta nágrenni. Á skiltinu er uppdráttur af svæðinu með helstu minjum Gengið og örnefnum, auk texta um svonefnt Junkaragerði, viðverustað þýskra fiskimanna á 15. öld, Virki Englendinga þar sem lokaorrusta Grindavíkurstríðsins fór fram 10. júní árið 1532 (sem lauk með því að 15 virkismenn lágu í valnum), mannvirki tengd búskap Grindvíkinga fyrrum o.fl.
Um er að ræða 6. skiltið í röð slíkra í Grindavík. Sjöunda skiltið verður vígt við Hraun austan Grindavíkur í septembermánuði n.k. (2009). Með því hefur meginhluti þéttbýlishverfa Grindavíkur verið teiknaður upp m.t.t. sýnilegra og sögulegra minja í tengslum við helstu örnefnin. Hugmyndin er og að nýta svo efnið til útgáfu fyrir þá sem vilja eignast uppdrættina á kortunum svo og til kennslu í grunnskólum bæjarins.
Um 80 manns gengu um svæðið með leiðsögn.

Sjá meira undir Lýsingar.

Grindavík

Grindavík – Gerðavellir fremst.