Til eru þær minjar í Grindavíkurlandi, sem ekki komust inn í aðalskilulag bæjarins fyrir tímabili- 2000-2020.
Þó er ekki ólíklegt að aðalskipulaginu hafi fylgt fornleifaskrá um minjarnar, en hana er ekki að finna meðfylgjandi í heild sinni. Um er að ræða skrá um Menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, svæðisskráning 2001, unnin af Fornleifastofnun Íslands (Orri Vésteinsson). Gállinn er bara sá að til þess að fá að skoða þá skrá þarf að greiða óþarflega mikla fármuni fyrir – eitthvað sem þegar hefur verið greitt fyrir. FERLIR hefur og gjarnan veitt því athygli, þegar komið er á áhugaverða staði, að verðandi fornleifum er gjarnan lítill áhugi sýndur.
Sjá meira undir Fróðleikur.