Mannfólkið er líkt fuglunum, bæði innra sem ytra.
Þess mátti sjá glögg merki í Grindavík Lóanhversdagsins; vorboðinn ljúfi, lóan, var mættur í hópum á Hópstúnið, sem nefnt er eftir samkomunni. Þarna var farfuglinn kominn frá Englandi til sumardvalar – allt með mikilli friðsemd og rólegheitum. Sérhver fluga, ormur eða fræ var kærkomið í svangan maga. Á meðan hópaðist sílamávurinn, annar farfuglinn, saman í kerjunum á Kvíabryggju og reyndi með frekju að ná sem mestu æti af sjávarafurðum mannanna. Segja má að samfélagið hafi endurspeglast þarna; annars vegar á Hópstúninu og hins vegar á Kvíabryggju – lóan og mávurinn. 

Sjá fleiri myndir HÉR.