„Það var byrjað Miðdalsmegin við Seljadalsána, en kvarzlagið liggur undir hana. Grafin var djúp hola gull-16beint niður og hún timbruð að innan með þriggja tommu plönkum. Við Axel Grímsson vorum alltaf að sniglast í kringum verkamennina. Þeir voru góðir við okkur og lofuðu okkur stundum að húrra niður í námuna í tunnu, en allur uppgröfturinn var halaður upp í tunnu á spili. Þetta spil sem Englendingarnir notuðu, er til enn, að ég held, vestur í Gróttu…. Þetta var vandað spil og tunnan geysistórt eikarkerald, járnslegið.“

Sjá meira undir Fróðleikur.