HÉR má sjá myndband af hinni gömlu þjóðleið milli Hafna/Kirkjuvogs og Ytri-Njarðvíkur.
VarðaHér er notað hið gamla nafn “Hafnavagur”, sem að sjálfsögðu útleggst sem Hafnavegur. Þjóðleiðin er nú flestum í gleymsku fallin, en þó eru enn til einyrkjar fornrar minjavörslu er leita uppi og reyna að rekja það sem áður þótti sjálfsagt. Hafnavegur, líkt og margar aðrar þjóðleiðir, hafa þróast í gegnum tíðina, einkum á síðustu öldum (í lok þeirra nítjándu og upphafi þeirrar tuttugustu) er byrjað var á að gera þær eldri vagnfærar. Það tímabil var þó stutt því sjálfrennireiðin rann í hlaðið stuttu síðar. Í millitíðinni tókst þó að ljúka gerð vagnveganna á sumum leiðanna, en hætt var í miðju kafi á öðrum.

Meira má meira Hafnaveg HÉR.