Rakinn var Heiðarvegur, gömul þjóðleið milli Selvogsgötu ofan Grindaskarða og Ólafsskarðsvegar sunnan við Fjallið eina. Selvogsgatan (Suðurfararvegurinn) var Varðagamla þjóðleiðin millum Selvogs og Hafnarfjarðar og Ólafsskarðsvegur var gamla þjóðleiðin milli Ölfus og Reykjavíkur. Heiðarvegurinn tengdi þessar gömlu þjóðleiðir og lá auk þess áfram niður að Hrauni í Ölfusi, um Selstíginn framhjá Hraunsseli.

Sjá meira undir Gamlar leiðir.