Skammt ofan við Helgafell, í Stórabollahrauni, er hellir; nefndur Helgafellshellir.
Sennilega hafa ekki nema einn eða tveir Helgafellshellirbarið hann augum – hingað til. Til að komast í hellinn þarf að fara niður um lítið op í mosavöxnu hrauninu. Dýptin niður á tiltölulega slétt hellisgólfið er u.þ.b. einn og hálfur metri. Heildarlengd hellisins er 40-50 metrar, en í honum er margt áhugavert að sjá, s.s. hraunsúlur, dropmyndanir o.fl.