„Hófst þá smíði nýs íbúðarhúss (járnvarins timburhúss) í Herdísarvík, norðarlega í túninu og Herdisarvik-38allnokkurn spöl frá gamla bænum. Meðan á byggingu hússins stóð höfðust Einar og Hlín við í gamla bænum, en fluttu síðan inn í húsið nýja jafnskjótt og það varð íbúðarhæft. Bjuggu þau Einar og Hlín síðan í húsi þessu þar til Einar andaðist 12. janúar 1940, þá farinn að heilsu og kröftum eins og kunnugt er, en Hlín síðan, mest ein en stundum með aðkeyptri hjálp, nokkuð á annan tug ára, þar til hún brá búi og byggð lagðist af í Herdísarvík. Oft var þó sonur Hlínar, Jón Eldon (sem var hennar yngsta barn), þar með þeim Einari og síðan tímabundið með móður sinni.“

Sjá meira undir Fróðleikur.