Laugardaginn 15. júní 2013, kl 14:00, var afhjúpað minningarskilti um þjóðskáldið Einar Benediktsson Einar Ben-229og Hlín Johnson, sem voru síðustu ábúendur í Herdísarvík í Selvogi. Nemendafélagið Grimmhildur, félag H-nemenda (e. mature students) á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands, hafði með stuðningi hollvina Herdísarvíkur látið útbúa minningarskiltið. Þá var einnig afhjúpað örnefnaskilti sem áhugamannafélagið FERLIR hafði veg og vanda að. Á því er að finna margvíslegan fróðleik sem FERLIR hefur aflað um staðhætti, tóftir sjóbúða og búskap á jörðinni.

Sjá meira undir Fróðleikur.