Meginmarkmiðið var að leita uppi selstöður frá Litla-Botni og Stóra-Botni í Hvalfirði og skoða Holukotfornbýlið Holukot. Upplýsingar fengust hjá Steinþóri Jónssyni (fæddur á Stóra-Botni og bjó þar til 1982 er búskapur lagðist af) um selstöðurnar, en hann hafði séð þær báðar enda margleitað svæðið við smalamennsku. Fyrra selið sagði hann vera vestast og ofarlega í Selflóa við Selá undir Selfjalli og hið síðara við Sellæk uppi á fjalli, allnokkru austar. Tæpistígur liggur upp með Selánni og er enn vel greinilegur. Undir Skúta í Skútalæk virðist vera tóft á falllegum stað ofan og neðan við háa fossa. Þar er og lítið gerði. Varða er ofan við hana. Reyndar liggja selstígar upp í bæði selin – eins og í allar aðrar selstöður.

Sjá meira undir Lýsingar.