„Í Hvassahrauni var áningar- og gististaður ferðamanna og hressing ávallt til reiðu. Hafði svo verið Hvassahraun-991frá því að menn fyrst mundu.
Það var löng leið, að ganga alla þessa strandlengju, með nesjum og vogum, milli Reykjavíkur og Suðurnesja. Stundum voru fæturnir ekki stórir, sem löbbuðu þessa leið, og mörg konan fetaði leiðina með börnum sinum, vor og haust. Var þá farið í sumardvöl austur um sveitir. Vegurinn var víðast hvar mjög vondur og líkari tröðum en vegi, því svo var gatan gengin niður í svörð og grjót.“

Sjá meira undir Frásagnir.