Ætlunin var að rekja gamla þjóðleið frá mótum Ölfusár (ferjustað við Hraun) yfir Hraunsheiði og áfram áleiðis að Litlalandi þar sem hún tengist Ólafsskarðsvegi. Að öllum líkindum tengist hún þjóðsögunni um Draugshelli, sem var Dragshelliráningarstaður ferðamanna á þessari leið fyrr á öldum, auk þess sem hún kemur við sögu lykla bryta í Skálholti. Gatan er merkt inn á kort frá 1909. En þrátt fyrir sandfok á heiðinni er gatan enn augljós, ef vel er að gáð.
Á göngunni kom m.a. í ljós greinilegur engjavegur frá götunni á Hraunsheiði að Breiðabólsstað (Vindheimum), auk nafnkenndra varða í heiðinni.

Sjá meira undir Gamlar leiðir.