Þekktir hraunhellar, skútar og skjól í hraunum Reykjanesskagans eru fjölmörg.
Hraunhellar eru jafnan Thrihnukahellirskilgreindir sem  hraunrásir neðan yfirborðs jarðar er aðallega finnast í helluhraunum þar sem efsta lag þunnfljótandi basaltkviku hefur storknað en bráðið hraunið haldið áfram að streyma í afmörkuðum farvegum undir yfirborðinu. Þegar eldgosið rénar sjatnar í þessum farvegum og eftir standa stundum langir hellar. Dæmi um slíka hella eru Búri í Leitarhrauni, Leiðarendi í Stórabollahrauni, FERLIR í Eldborgarhrauni í Brennisteinsfjöllum og Raufarhólshellir. Til þess að teljast vera hellir er gjarnan við það miðað að holrýmið nái a.m.k. 10 metrum að lengd en annars talað um skúta eða hraunskúta. Á Reykjanesskaganum má berja augum a.m.k. 300 þekkta hraunhella og a.m.k. 300 þekkta skúta og fjárskjól.
Önnur holrými í hrauni sem oft eru einnig talin til hraunhella eru til dæmis gasbólur og gígar líkt og Þríhnúkagígur í Bláfjöllum.

Sjá MYNDIR.