Gengið var í Hraunssel frá Méltunnuklifi, en klifið er á gömlu Krýsuvíkurgötunni frá Grindavík.
Að vísu Hraunssel-21hefur gatan verið stikuð nýlega, en bara kolvitlaust. Gamla gatan er vörðuð og kemur upp úr Leirdal sunnan undir Lyngbrekkum ofan Skála-Mælifells með stefnu á Klifið. Frá því fer hún yfir Leggjarbrjótshraun að Núpshlíðarhálsi. Jarðýta hefur farið ofan í götuna yfir hraunið, en þó má sjá hana á stuttum köflum í hrauninu utan slóðans. Ofar með hálsinum er stórsteinninn Gnúpur, álfasteinn og ekki síst tvíbýlt Hraunsselið og allt sem því fylgir. Skammt sunnar liggur t.d. selsstígurinn yfir hraunið að Sandfelli.
Leiðin er 12.2 km og tók gangan 3 klst og 3 mín.

Sjá myndir af svæðinu HÉR.