Hvassahraun lætur ekki mikið yfir sér þrátt fyrir að bæjarstæðið hafi lengi verið í þjóðleið. FrHvassahraunamhjá því hafa farið milljónir ferðamanna, auk Íslendinga, sem átt hafa leið um Reykjanesbrautina millum Kapelluhrauns og Kúagerðis. Það, sem einkum hefur náð athygli augans á þessari leið, er brúnleitt mannlaust hús, braggi í sama lit og nokkrir kofar á stangli í hrauninu. Brúnleita yfirgefna húsið, sem flutt var þangað frá Bergstaðarstræti 7 árið 1967, og bragginn rauðleiti eiga sér sögu, líkt og önnur hús.
Rætt var m.a. við Pétur Kornelíusson, einn eigenda Hvassahraus, bæði um húsið og örnefnin.

Sjá meira undir Lýsingar.